Yfirmaður / launafulltrúi í VinnuStund
Skoða launabunka sem hafa verið stofnaðir.
Stofna launabunka.
Veldu ábyrgðarsviðið "Uppgjör" og aðgerðina "Uppgjörstímabil".
Smelltu á hlekkinn "Bunkar" aftast í efstu línu listans (nýjasta uppgjörstímabilið)
Til þess að skoða færslur í launabunka er hlekkurinn "Skipulagseining" valinn. Þá birtist myndin neðst á síðunni.
Ef villur koma upp við gerð launabunka þá er hægt að skoða þær með því að velja hlekkinn í "Fjöldi villna"
Efri myndin:
Ef búið er að senda launabunka yfir í launakerfið þá er komin dagsetning í dálkinn "Dags.bunki til launakerfis".
Hægt er að eyða þeim bunkum sem ekki eru farnir til launakerfis með því að smella á rauðu X-in.
Rauður texti í nafni skipulagseiningar merkir að í þeim bunka eru mínustímar sem sendir verða til launakerfis.
Í dálkinum Fjöldi villna / Aths kemur fram hvort einhverja villur séu í bunkanum. Í efstu línunni er hlekkurinn "1 Villur" sem merkir að það er ein villa í þeim bunka. Til að skoða villuna nánar er smellt á hlekkinn og fæst þá nánari lýsing á villunni. Ef einhver tímafærsla starfsmanns fer á villu þá eru engar færslur viðkomandi starfsmanns settar með í bunkann. Það þarf að leiðrétta villuna og keyra bunka aftur og þá fara þessar færslur með í nýja bunkann.
Mynd með bunkafærslum:
Í bunka er ein lína fyrir hverja launategund hvers starfsmanns. Ef starfsmaður fær margar launategundir þá koma margar línur fyrir hann.
Í dálkinum "Tímar unnir" birtist fjöldi tíma sem unninn er umfram vinnuskylduna.
Í dálkinum "Tímar til launakerfis" eru þeir tímar sem sendir eru yfir til launakerfis.
Dálkarnir fjórir á milli "Tímar unnir" og "Tímar til launakerfis" sýna meðhöndlun á tímum vegna yfirvinnusamninga/síusamninga sem tengdir eru á starfsmenn og tíma sem fluttir eru í leyfi.
Þrjú dæmi um meðhöndlun yfirvinnusamninga í bunka:
1. Starfsmaður skilar 6,12 tímum í yfirvinnu.
Hefur engan yfirvinnusamning á sér. Skuldar 0,87 í vinnuskilum, það er flutt í vinnuskil.
Restin, 5,25 tímar eru sendir til launakerfis.
2. Starfsmaður skilar 19,98 tímum í yfirvinnu.
Hefur á sér yfirvinnusamning sem nær yfir alla yfirvinnuna.
Öll yfirvinna, 19,88, er flutt í vinnuskil en ekkert til launakerfis.
3. Starfsmaður skilar 8,9 tímum í yfirvinnu.
Hefur engan yfirvinnusamning á sér, öll yfirvinnan er því flutt yfir í launakerfið.
4. Starfsmaður skilar 28,86 tímum í yfirvinnu.
Óskar eftir að flytja 10 tíma í leyfi. 10 tímar fluttir í leyfi, restin 18,86 tímar eru sendir til launakerfis.
Dæmi um meðhöndlun síusamninga í bunka:
Í myndinni hér fyrir neðan skilar starfsmaður t.d.:
63,5 tímum í launategundina VÁ 1
62,23 tímum í launategundina VÁ 2
7,98 tímum í launategundina Kaffitímar
3,77 tímum í launategundina Bæting
en ekkert af þessum tímum er sent yfir til launakerfis (sjá dálkinn Tímar til launakerfis).
Ástæðan er sú að starfsmaðurinn er með tengda á sig síusamninga sem sía út þessar launategundir, það er því ekkert af þessum launategundum sent yfir til launakerfis.