Skoða launabunka

Hver framkvæmir

Yfirmaður / launafulltrúi í VinnuStund

Tilgangur

Skoða launabunka sem hafa verið stofnaðir.

Áður gert

Stofna launabunka.

Hvar og hvernig gert

Veldu ábyrgðarsviðið "Uppgjör" og aðgerðina "Uppgjörstímabil".

Smelltu á hlekkinn "Bunkar" aftast í efstu línu listans (nýjasta uppgjörstímabilið)

Til þess að skoða færslur í launabunka er hlekkurinn "Skipulagseining" valinn. Þá birtist myndin neðst á síðunni.

Ef villur koma upp við gerð launabunka þá er hægt að skoða þær með því að velja hlekkinn í "Fjöldi villna"

 

Efri myndin:

 

skoda_faerslur_i_launabunka.gif

 

Mynd með bunkafærslum:

 

1. Starfsmaður skilar 6,12 tímum í yfirvinnu.

    Hefur engan yfirvinnusamning á sér. Skuldar 0,87 í vinnuskilum, það er flutt í vinnuskil.

    Restin, 5,25 tímar eru sendir til launakerfis.

 

2. Starfsmaður skilar 19,98 tímum í yfirvinnu.

    Hefur á sér yfirvinnusamning sem nær yfir alla yfirvinnuna.

    Öll yfirvinna, 19,88, er flutt í vinnuskil en ekkert til launakerfis.

 

3. Starfsmaður skilar 8,9 tímum í yfirvinnu.

    Hefur engan yfirvinnusamning á sér, öll yfirvinnan er því flutt yfir í launakerfið.

 

4. Starfsmaður skilar 28,86 tímum í yfirvinnu.

    Óskar eftir að flytja 10 tíma í leyfi. 10 tímar fluttir í leyfi, restin 18,86 tímar eru sendir til launakerfis.

 

faerslur_i_bunkum.gif

 

Í myndinni hér fyrir neðan skilar starfsmaður t.d.:

63,5 tímum í launategundina VÁ 1

62,23 tímum í launategundina VÁ 2

7,98 tímum í launategundina Kaffitímar

3,77 tímum í launategundina Bæting

en ekkert af þessum tímum er sent yfir til launakerfis (sjá dálkinn Tímar til launakerfis).

Ástæðan er sú að starfsmaðurinn er með tengda á sig síusamninga sem sía út þessar launategundir, það er því ekkert af þessum launategundum sent yfir til launakerfis.

 

siusamnignar_i_bunka.gif