Eyða launabunka

Hver framkvæmir

Yfirmaður, launafulltrúi í VinnuStund

Tilgangur

Eyða launabunka sem búið er að stofna.

Áður gert

Stofna launabunka.

Hvar og hvernig gert

Athugið að aðeins er hægt að eyða bunka, ekki er hægt að breyta bunka.

 

Veldu ábyrgðarsviðið "Uppgjör" og aðgerðina "Uppgjörstímabil".

Þá birtist listi yfir uppgjörstímabil. Smelltu á hlekkinn "Bunkar" til að skoða þá bunka sem tilheyra viðkomandi uppgjörstímabili.

 

Bunkar sem eru tilbúnir en ekki farnir til launakerfis eru merktir með rauðu X-i í flipanum "Bunkar". Þeim bunkum er hægt að eyða með því að smella á rauða X-ið. Staðfestingargluggi birtist og verður bunkanum eytt eftir að eyðing er staðfest.

 

Ef villur koma upp í bunkum er hægt að:

  1. Eyða bunkanum, gera þær lagfæringar sem þarf, búa til nýjan bunka.

  2. Gera þær lagfæringar sem þarf og gera annan bunka fyrir skipulagseininguna. Í þann bunka fara aðeins þær færslur sem voru á villu. Það er sem sagt hægt að gera fleiri en einn bunka á hverja skipulagseiningu.

 

Eyðing bunka fer í vinnslubiðröð, hægt er að fylgjast með því hvernig vinnslan gengur með því að fara í Uppgjör-> Vinnslubiðröð.

Vinnslunni er lokið þegar vinnslan hverfur úr vinnslubiðröðinni (það þarf að uppfæra gluggann öðru hvoru).

 

senda_bunka_til_launa_ny_mynd.gif