Ef villur koma upp þegar bunki er búinn til þá er viðkomandi starfsmaður ekki sendur með til launa. Færslurnar hans verða eftir í Vinnustund S merktar. Starfsmenn sem eru villulausir fara hins vegar til launakerfis.
Ef einhverjar villur eru í launabunka þá er hægt að:
Eyða launabunkanum, lagfæra villurnar og stofna aftur bunka, en það þarf að gerast áður en bunkinn er sendur til launakerfis.
Lagfæra villurnar og búa til nýjan launabunka. Í þann bunka fara aðeins færslur þeirra starfsmanna sem fóru á villu og búið er að leiðrétta.
Athugasemdir í bunka eru birtar til upplýsinga. Athugasemdir stoppa ekki að bunki fari til launakerfis.
1. Ef starfsmaður er með skráða leyfisúttekt á uppgjörstímabili þá er athugað hvort staða leyfis hjá viðkomandi starfsmanni sé í mínus í lok uppgjörstímabils. Ef svo er þá er birt viðvörun þegar bunki er stofnaður. Þetta er stillanlegt á uppsetningu.
2. Athugasemd birt ef mánaðarlaun eru í plús. Þá þarf að athuga með skráningu. Mánaðarlaun sem eru í plús eru ekki send áfram til launakerfis.