Yfirfærsla til launakerfis fer fram í tveimur skrefum. Fyrst stofnar yfirmaður launabunka úr samþykktum tímafærslum.
Yfirmaður getur eytt launabunka ef hann hefur ekki verið fluttur til launakerfis (sjá yfirfærsludagsetningu á bunka). Þannig getur yfirmaður eytt launabunkanum ef í ljós kemur að bunkinn er rangur.
Þá er hægt að gera leiðréttingar á færslum starfsmanna og síðan keyra launabunkann aftur.
Ef villur eru í bunkanum þá eru þær færslur sem eru villulausar sendar til launakerfis en ekki þær færslur sem eru með villu. Þær eru áfram S merktar.
Yfirmaður getur keyrt fleiri en einn launabunka fyrir hvert uppgjörstímabil. Það er gert í þeim tilfellum þegar tímaskráningar bætast við frá fyrri bunka, t.d. ef gleymist að færa inn yfirvinnuvaktir.
Launafulltrúi sér síðan um að senda samþykkta bunka til launakerfis.
Hakað er við þá bunka sem senda á til launakerfis (dálkurinn "Senda til launak.") og smella síðan á hnappinn "Senda valda bunka til launakerfis".
Hægt er að merkja alla bunka með því að setja hak í dálkahausinn "Senda til launak".