Til þess að breyta / búa til tímafærslur lengra aftur í tímann en 90 daga þarf að hafa aðgangshlutverkið Launafulltrúi.
Tímafærslur (stimplanir og aðrar tímafærslur) þurfa samþykki til að niðurstaða úr útreikningi á þeim flytjist yfir í launakerfi.
Stöður á tímafærslum geta verið:
O ekki búið að taka afstöðu til
S samþykkt færsla
H færslu hafnað
B færsla í bið, ef einhverjar færslur starfsmanns eru í bið þá fer starfsmaðurinn ekki með í bunka. Allar hans færslur verða þá settar í bið.
L færsla farin til launakerfis, gerist eingöngu við flutning í launakerfi
Tímafærslur fá við skráningu stöðuna O. Taka þarf afstöðu til færslna í þeirri stöðu. Yfirmaður getur sett færslur í stöðurnar S, H eða B (eða O aftur).
Ef færsla fær stöðuna H eða B er eins og hún hafi ekki komið inn en færslan verður þó áfram sýnileg. Færslan fer ekki yfir í launakerfi. Eingöngu færslur í stöðunni S fara yfir til launakerfis.
Ef færsla er í stöðunum S, H, B eða L er ekki hægt að breyta henni nema setja hana fyrst í stöðuna O, ósamþykkt. Eftir það er hægt að breyta henni. Það er þó ekki hægt að gera færslur í stöðunni L ósamþykktar. L merktum færslum er ekki hægt að breyta, það þarf að gera bakfærslur ef gera á leiðréttingar á þeim færslum.
Breyta þarf stöðu á H merktum færslum með því að fara inn í stimplunina/tímafærsluna og breyta í skráningarmyndinni.
Færsla fær stöðuna L þegar hún fer í bunka og er hún þá læst.
Ekki er hægt að breyta vakt ef hún skarar stimplanir sem eru í stöðunni S, H, B eða L. Viðvörun kemur ef þetta er reynt með viðhlítandi skýringum. En eins og áður segir er hægt að taka færslur úr stöðunni S, H og B og setja í stöðuna O.
Hægt verður að setja allar O færslur starfsmanns á opnu tímabili í ákveðna stöðu eða setja eina færslu í einu í ákveðna stöðu. Þannig er hægt að samþykkja allar færslur og síðan velja þær færslur sem á að hafna (ef einhverjar eru) og setja í stöðuna H.