Virkja Árvak

Árvakur gefur yfirmönnum aðgang til að fá send skeyti í tölvupósti og/eða SMS.

Þegar fyrirfram skilgreindir atburðir koma upp í Stund.

 

Þegar fyrst er komið inn í Árvakur þarf að upphafsstilla tölvupóstfang og farsíma númer.

Hægt er að skrá fleiri en eitt tölvupóstfang með því að hafa kommu á milli. Tölvupóstur verður sendur á öll skráð netföng.

 

Athugið að ekki er hægt að velja að senda SMS nema að stillingin GSM í stýringar stofnunar sé Já, þ.e. að stofnunin leyfi að SMS skilaboð séu send.

 

Athugið að viðkomandi yfirmaður þarf að skilgreina hverjir eiga að fá tölvupóst.

 

arvakur_virkja.gif

 

Ef valið er að fá skilaboð strax þá berast þau stök, annars berast þau uppsöfnuð sem þýðir að einn tölvupóstur getur innihaldið mismunandi skilaboð. SMS skilaboð berast ekki með íslenskum stöfum.