Hægt er að stilla hverjir eigi að fá póst frá Árvakri, t.d. þegar leyfisósk er sett inn.
Sjálfgefin stilling - upplýsingar um það hverjir eigi að fá póst úr Árvakri lesnar úr starfsmannakerfi engar breytingar þarf að gera í VinnuStund.
Sjálfgefið er að sá sem skráður er yfirmaður í starfsmannakerfinu sé sá sem fær póst frá Árvakri.
Í myndinni hér fyrir neðan sést hver er yfirmaður og fær hann póst frá Árvakri varðandi þá starfsmenn sem tilheyra skipulagseiningunni FJS Launasvið. Ef þessi virkni er til staðar þarf yfirmaður aðeins að virkja Árvakur, ekki þarf að gera neitt meira í VinnuStund.
Skrá í VinnuStund hverjir eiga að fá póst úr Árvakri - aðeins notað ef ekki á að nota sjálfgefna stillingu:
1. Fara í stýringar stofnunar og stilla þar að miða eigi póst á yfirmenn við VinnuStund, sjálfgefið er að pósturinn miðist við starfsmannakerfi.
2. Fara í stýringar viðkomandi skipulagseiningar og velja flipann "Póstur frá VinnuStund". Flipinn er ekki sýnilegur nema stýring stofnunar segi að póstur eigi að miðast við VinnuStund. Smella á "Nýskrá" hnappinn.
Listi yfir þá sem sem skráðir eru starfsmenn viðkomandi skipulagseiningar. Haka við þá sem eiga að fá tölvupóst og vista.
Athuga þarf að þeir starfsmenn sem skráðir eru í flipann "Póstur frá VinnuStund" þurfa að hafa yfirmannsaðgang í VinnuStund og gagnaaðgang að viðkomandi skipulagseiningu.