Notendur eru með mismunandi aðgang eftir því hvaða starfi þeir gegna hjá stofnun/fyrirtæki.
Aðgangur að kerfinu er bæði gagnaháður og aðgerðaháður.
Þeir starfsmenn sem hafa aðgangshlutverkið Aðgangur.
Fara í ábyrgðasvið Aðgangur, aðgerðina Aðgangur. Hrinda af stað leit eftir starfsmanni. Velja hann til að skoða nánar.
Ekki er hægt að eyða aðgangahlutverki.
Sett
er lokadagsetning á aðgangshlutverk með því að smella á
táknið aftast í töflu.
Þá opnast skráningargluggi þar sem sett er inn Dags.til ef loka á aðgangshlutverki.
Smellt er á Vista til að loka gagnaaðgangi.
Gagnaaðgangi er breytt með því að smella á breyta táknið við hliðina á yfirskriftinni. Þá opnast skráningargluggi gagnaaðgangs þar sem hægt er að gera breytingar.
Skipulagseiningar eru fluttar á milli dálka með örvunum á milli dálkanna. Þær skipulagseiningar sem eru í hægri dálkinum veita aðgang að gögnum þessara skipulagseininga.
Hægt er að gefa gagnaaðgang tímabundið, þá þarf að setja inn tímabil og hægt er að velja um les- eða skrifaðgang.
Smella síðan á vista til að breytingarnar taki gildi.
Hægt er að sýsla með aðgang sem þegar er búið að gefa, hægt er að breyta aðgangstegundinni (les-eða skrifaðgangur) og uppfæra tímabil.