Bæta skipulagseiningu við gagnaaðgang yfirmanns

Starfsmenn með aðgangshlutverkið Aðgangur geta breytt gagnaaðgangi einstakra starfsmanna á eigin stofnun.

 

Hvar og hvernig gert

Athugið að aðeins þeir sem hafa ábyrgðarsvið Aðgangur geta breytt gagnaaðgangi starfsmanna.

 

abyrgdarsvid_adgangur.gif

 

Farið er í aðgangsmynd starfsmanns, Aðgangur-> Aðgangur . Starfsmaður valinn samkvæmt leitarskilyrðum og flipinn Eigin stofnun í aðgangsmynd starfsmanns valinn. Smellt á breyta_takn.gif fyrir aftan Gagnaaðgangur til að breyta.

 

adgangur_starfsmanns.gif

 

Taflan vinstra megin birtir lista yfir allar skipulagseiningar viðkomandi sviðs.

Ef bæta á skipulagseiningu við aðgang er viðkomandi skipulagseining flutt úr töflunni vinstra megin yfir í töfluna hægra megin, annaðhvort með því að velja og nota örvarnar eða tvísmella með vinstri músarhnapp.

Velja les- eða skrifaðgang.

Skrá dagsetningu í dags frá.

Haka við Takmarkaður aðgangur ef aðgangur á að takmarkast við hluta starfsmanna á valinni skipulagseiningu. Ef aðgangur á að gilda yfir alla starfsmenn skipulagseiningar er ekkert hak.

Smella á Vista.

 

adgangur_baeta_vid_skipulagseiningu.gif