Starfsmenn með aðgangshlutverkið Aðgangur geta breytt aðgangshlutverki einstakra starfsmanna.
Farið er í aðgangsmynd starfsmanna, Aðgangur-> Aðgangur . Starfsmaður valinn samkvæmt leitarskilyrðum og flipinn Aðgangstakmarkanir í aðgangsmynd starfsmanns valinn.
Aðgangstakmarkanir á hæsta aðgangi sem starfsmaður hefur á stofnun (t.d. Launafulltrúi > Yfirmaður) birtist í samskonar töflu og þegar valið er að breyta aðgangshlutverki innan stofnunar.
Taflan inniheldur þær aðgangstakmarkanir sem eru sérsniðnar að viðkomandi starfsmanni ef aðgangstakmarkanir hans eru frábrugðnar þeim sem eru á stofnun.
Þeir sem hafa aðgangshlutverkið Aðgangur geta breytt þessum aðgangstakmörkunum og smellt á Vista hnapp neðst í vinstra horni. Breytingar hafa aðeins áhrif á aðgang viðkomandi starfsmanns.