Takmörkun á aðganginum launafulltrúi

 

Takmörkun = nei þýðir að launafulltrúinn hefur fullan aðgang að öllum skipulagseiningum og öllum starfsmönnum.

Takmörkun = já þýðir að launafulltrúinn hefur engan aðgang að skipulagseiningum fyrr en þær hafa verið sérstaklega skráðar á hann.

 

Birting skipulagseininga hjá launafulltrúa með takmarkaðan aðgang er í eftirtöldum myndum: Tímafærslur, endurútreikningur, yfirfara tímar, yfirfara tímar dagur, yfirfara leyfisóskir, yfirfara fjarvistir, yfirfara hvíldartímar, yfirfara verkefnalista. Allar skýrslur. Uppgjör, stofna bunka, óuppgert og leita að launategund.

Hvar og hvernig gert

Fara í  Aðgangur, aðgerðina Aðgangur. Hrinda af stað leit eftir starfsmanni. Velja hann til að skoða nánar og fara í skrá/breyta aðgangi.

 

abyrgdarsvid_adgangur.gif

 

Til þess að skrá takmarkaðan aðgang þarf að:

 

1. Í aðgangsmynd er smellt á við  aðgangshlutverkið "Launafulltrúi". Eins og aðgangsmyndin lítur út núna þá hefur launafulltrúinn aðgang að öllum skipulagseiningum.

    adgangur_takmarka_launafulltrua.gif

 

Haka við "Takmarkaður aðgangur".

Vista.

 

adgangur_takmarkadur_launafullt_ja.gif

 

Lendir aftur í aðgangsmynd sem lítur þá svona út.

 

adgangur_takmarkad_starfseiningar.gif

 

Bæta við skipulagseiningum sem launafulltrúinn á að hafa aðgang aðmeð því að fara í við "Gagnaaðgangur".

 

adgangur_gagnaadgangur_breytatakn.gif

 

Í töflunni vinstra megin birtast skipulagseiningar viðkomandi stofnunar/fyrirtækis. Velja þarf skipulagseiningar sem gefa á aðgang að  í töflunni vinstra megin og flytja yfir í töfluna hægra megin (með örvunum eða með því að tvísmella).

Velja les- eða skrifaðgang.

Skrá dags frá og haka við takmarkaður aðgangur ef takmarka á aðgang  skipulagseiningar niður á stafsmenn.

Vista.

 

adgangur_takmarka_launafullt_velja_skipulagseiningar.gif

 

Aðgangsmyndin eftir breytingar.

 

adgagnur_takamarkadar_launafulltruaadgangur.gif