Launafulltrúar geta breytt sjálfgefnum aðgangshlutverkum á eigin stofnun.
Hafi þeir jafnframt aðgangshlutverkið "Aðgangur" geta þeir breytt aðgangshlutverki einstakra starfsmanna.
Launafulltrúi velur Stýringar -> Stofnanir og flipann Aðgangur.
Sjálfgefinn aðgangur lítur svona út, engar aðgangstakmarkanir hafa verið settar.
Ef t.d. á að skrá aðgangstakmarkanir á aðgangshlutverkið "Yfirmaður" er smellt á aðgerðina" Nýskrá" fyrir aftan viðkomandi aðgangshlutverk.
Hakað við það sem yfirmaður á að hafa aðgang að.
Búið að haka við þá flipa og þær aðgerðir sem yfirmannsaðgangurinn gefur aðgang að. Vista.
Eftir að aðgangstakmarkanir hafa verið vistaðar lítur flipinn Aðgangstakmarkanir svona út.
Einungis hafa verið settar aðgangstakmarkanir á aðgangshlutverkið "Yfirmaður".