Í sjálfsþjónustu hjá starfsmönnum sem hafa launafulltrúaaðgang birtist nýr flipi „Mínar Stillingar“. Innan þess flipa gefst þeim kostur á að útbúa flokka af ákveðnum deildum sem þeir hafa aðgang að og nefna þá. Þegar starfsmaður hefur útbúið flokk og gefið honum nafn, getur hann í innskráningarsíðu valið viðkomandi stofnun/svið og þann flokk sem hann hefur skilgreint og tilheyrir sviðinu. Birtast þá eingöngu valdar starfseiningar í kerfinu.
Fara í Sjálfsþjónustu -> Ég -> flipinn Mínar stillingar. Athugið að þessi flipi birtist eingöngu hjá starfsmönnum sem hafa aðganginn Launafulltrúi í VinnuStund.
Smella á til að skrá nýjan hóp.
Velja skipulagseiningar í hóp og gefa honum nafn.
Vista.
Þegar starfsmaður skráir sig inn getur hann valið um þá hópa sem eru til í Mínar stillingar.