Í skráningarmynd verkbókhalds getur starfsmaður stillt það af hvaða dálka og flipa hann vill sjá.
Allir notendur verkbókhalds
Starfsmenn nota oft aðeins hluta þeirra dálka og flipa sem til eru í verkbókhaldi. Starfmaður getur aðlagað skráningargluggann að sínum þörfum.
Í verkskráningarhluta er smellt á flipann "Stillingar". Í þeirri valmynd er verkskráningarsíðan stillt.
Dæmi um notkun á stillingum:
Birta Notkun - Ef hak er í þessu þá birtist flipi "Noktun", annars birtist hann ekki.
Birta Annað - Ef hak er í þessum þá birtist flipinn "Annað".
Birta Athugasemd - Ef hak er í þessu birtist flipinn "Athuga".
Birta Yfirlit - Ef hak er í þessu birtist flipinn "Yfirlit".
Birta Verkbeiðni - Ef hak er í þessu birtist reiturinn "Málanúmer" birtist aðeins þar sem málanúmer er notað.
Nota Verktegund - Ef hak er í þessu birtist reiturinn "Verktegund".
Nota í Vinnslu - Ef hak er í þessu birtist "Í vinnslu" minnisblokk þar sem hægt er að skrá niður málanúmer, tíma og skýringu. Þetta er nokkurskonar dagbók þar sem hægt er að skrá niður hvað er í vinnslu og síðan er hægt að smella á ganga frá skráningu, þá er hægt að velja verknúmer og verkhluta og vista.
Sjálfgefin verktegund - Hvað birtist sjálfgefið í verktegund
Byrjunarsíða - stilla hvort byrjunarsíða verkbókhalds opnist í skráningu per dag eða vikuskráningu
Fjöldi í leit - Stýrir default gildi í leitarmynd(vasaljós)
Sjálfvirk vikufylling - ef hakað við þá birtist alltaf í vikuskráningu sá tími sem eftir á að skrá í verkbókhald.
Breidd dálka - hægt að stilla breidd dálka annars í vikuskráningu og hins vegar þegar verið er að skrá dag fyrir dag.
Glugginn "Í vinnslu" sést á mynd hér fyrir neðan.