Starfsmenn í sjálfsafgreiðslu og yfirmenn (fyrir sína starfsmenn)
Starfsmenn geti leitað að málanúmerum þegar þeir skrá í verkbókhaldið.
Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur -> Tímafærslur.
Í tímafærslumyndinni er "Verkskráning" valin. Þar er síðan smellt
á táknið til að komast í verkskráningarmyndina.
Þar er smellt á vasaljósið í dálkinum "Verknúmer" til að fá
upp leitargluggann.
Þegar búið er að velja verknúmer (sjá hér) og verkhluta er hægt að leita að málanúmeri með því að smella á vasaljósið í dálkinum "Málanúmer".
Hægt að leita eftir málanúmeri eða sækja síðustu málanúmer sem skráð voru (hámark hægt að sækja 30).
Uppruni málanúmers birtist neðst í vinstra horni.