Starfsmenn í sjálfsafgreiðslu og yfirmenn (fyrir sína starfsmenn).
Starfsmenn og yfirmenn hafi yfirlit yfir verkskráningu starfsmanna.
Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur -> Tímafærslur. Í tímafærslumyndinni er Verkskráning valin.
Úr tímafærslumyndinni getur notandi skoðað yfirlit yfir skráða tíma vegna vinnu og notkunar á tækjum eða öðrum auðlindum (sjá mynd hér að neðan). Myndin sýnir yfirlit af stöðu verkskráningar fyrir valið tímabil. Úr myndinni velur notandi að skoða/skrá vinnuskýrslu fyrir ákveðinn dag.
Það er gert með því að smella á V hlekkinn í dálkinum "Verkskráning".
Í yfirlitsmyndinni getur starfsmaður séð annars vegar hve mikið er búið að skrá í heildina á verknúmer og hins vegar hve mikið hann sjálfur hefur skráð.
Eins og sjá má í línu 2 og 3 þá er samantekt niður á stöðu færslna, ný lína fyrir hverja stöðu. Í þessu dæmi sést hve margir tímar eru bókaðir og hver margir í stöðunni tilbúið.
Með því að smella á Nánar hlekkinn við verknúmer er hægt að skoða allar skráningar á viðkomandi verknúmer.
Í verkskráningarmyndinni sést í "Eftir að skrá" hvort eitthvað eigi eftir að skrá miðað við unna tíma, rauð tala, eða hvort búið sé að skrá of mikið, blá tala.