Stöður á skráningum í verkbókhaldi í VinnuStund

Allar færslur sem skráðar eru í verkbókhaldið fá ákveðna stöðu, Tilbúið, Samþykkt, Bókað.

 

Tilbúið: Um leið og búið er að skrá inn færslu og vista hana fær hún þessa stöðu. Færslur í stöðunni "Tilbúið" fara í samþykktarferli yfirmanns.

Starfsmenn og yfirmenn geta breytt færslum sem hafa þessa stöðu.

 

Samþykkt: Yfirmenn samþykkja færslur sem hafa stöðuna "Tilbúið". Eftir að yfirmenn samþykkja verkskráningu starfsmanna fer færslan í stöðuna "Samþykkt". Færslur í stöðunni "Samþykkt" eru sendar yfir í verkbókhald. Ekki er hægt að breyta samþykktum færslum.

 

Bókað: Reglulega er keyrð vinnsla sem flytur samþykktar færslur yfir í verkbókhald og eru þær þá settar í stöðuna "Bókað".

Ekki er hægt að breyta bókuðum færslum nema í  verkbókhaldinu.

Ef verkbókhaldið hafnar samþykktum færslum, þá er hægt að breyta þeim. Þær eru síðan sendar aftur yfir í verkbókhaldið með næstu keyrslu.