Aðgerðir á gluggum

Eftirfarandi aðgerðir er hægt að framkvæma á gluggum

 

Fela og sýna glugga

Draga glugga

Raða gluggum

Raða færslum í glugga

 

Fela og sýna glugga

Hægt er að hafa marga glugga opna í vinnuborði vaktaáætlunar.

Neðst í vinstra horni gluggans eru upplýsingar um þá glugga sem eru opnir. Hægt er að fela og sýna þessa glugga með því að smella á viðkomandi flipa í vinstra horni gluggans.

 

margiropnirgluggar.gif

 

 

Draga glugga útfyrir aðalglugga

Hægt er að taka glugga útfyrir myndina til þess að skoða hann betur. Það er gert með því að smella með músarbendli á rönd sem er efst í viðkomandi glugga og færa síðan gluggann.

 

Fyrir

 

dragaglugga.gif

 

Eftir

 

Búið að draga gluggann útfyrir þannig að hægt sé að skoða hann betur. Síðan er hægt að færa gluggann aftur inní  aðalgluggann með því að færa gluggann með músarbendlinum yfir aðalgluggann. Rammi birtist þegar hægt er að sleppa glugganum og er hann þá kominn aftur í aðalgluggann.

 

gluggitekinnurmynd.gif

 

 

Raða gluggum

 

Hægt er að raða gluggum sem eru opnir inni í aðalglugga. Sjá mynd hér fyrir neðan.

 

radagluggum.gif

 

 

Raða færslum

 

Hægt er að raða færslum í töflu eftir svæðum í dálkum. Það er gert með því að smella með músarbendli á þann dálkahaus sem raða á eftir. Sjá myndir hér fyrir neðan.

 

Fyrir

 

fyrirrodun.gif

 

Eftir að búið er að raða eftir dálkinum "Tegund vinnu"

 

eftirrodun.gif