Ef starfsmenn koma inn í vinnu úr leyfum þá þarf að vera hægt að setja vaktir á þá þó búið hafi verið að samþykkja leyfisósk áður (appelsínugula röndin í vinnuborðinu).
Velja Yfirfara -> Leyfisósk
Breyta þarf leyfisósk starfsmannsins:
Fara í viðveruhluta kerfisins Stund (vefurinn)
Velja vinnuleiðina Yfirfara -> Leyfisósk og velja það tímabil sem leyfið er á. Smella á Leita hnappinn og þá birtist listi yfir þá starfsmenn sem eru með leyfisósk þetta tímabil.
Smella á "Breyta" hlekkinn lengst til hægri í dálkinum Samþykkja og breyta leyfisóskinni þannig að hún nái ekki yfir það tímabil sem starfsmaðurinn á að vinna á.
Þegar þetta hefur verið vistað þá breytist leyfisóskin einnig í Vinnu.