Þessar stýringar eru staðsettar í vinnuborði vaktaáætlunar. Það þarf að opna vaktaáætlun til að komast í þær.
Þær hjálpa til við að handskráningu í vinnuborði.
Hægt að birta og fela með því að smella á litla ör efst í hægra horni vinnuborðs, sjá yfirlitsmynd vinnuborðs.
1. Ef hakað er við "Nota Stýringar við vaktaskráningu", afhakað og hak síðan sett á aftur þá haldast þeir tímar sem settir voru inn í tímasvæðin síðast.
Ef ekki er hakað við "Nota
stýringar við vaktaskráningu" þá er hægt að setja niður vakt með
því að tvísmella á tímabil dags (dálk í vinnuborði) og setur kerfið þá
niður vakt á þeim tíma sem tvísmellt á. Stilling á tímaeiningu dálka skiptir
máli.
2. Ef hakað er við svæðið Tími þá birtist sá tími sem er í tímasvæðinu í valglugga hægrimúsarhnapps í vinnuborðinu. Ef tvísmellt er einhvers staðar á daginn er sett niður vakt samkvæmt þessum tíma.
3. Val við stofnun vaktar á starfsmann (smella á hvítu örina við hliðina á hakinu)
Ef hakað er við "Vaktasett" þá birtast í hægri músarhnapp þau vaktasett sem skráð eru í Vaktastýringum og tengd eru við þann mönnunardag sem verið er að setja vakt á
Ef hakað er við "Tegund vinnu" birtast í hægri músarhnapp valgluggi með þeim tegundum vinnu sem til eru í kerfinu.
Ef hakað er við" Hæfni og færni" birtist í hægri músarhnapp val um hæfniþátt og færnistig sem hægt er að setja á starfsmann.