Nafnalisti

Í nafnalista birtast nöfn þeirra starfsmanna sem eru í vaktahóp vaktaáætlunar.

 

Einnig birtist hæfniþáttur og færnistig starfsmanns.

Ef texti hæfniþáttar er appelsínugulur þá er ekki gert ráð fyrir viðkomandi hæfni /færni í mönnunarþörf.

 

vinnub_haefni_orange.gif

 

Blár litur merkir hins vegar að allt sé eðlilegt.

 

vinnub_hæfni_blatt.gif

 

Stjarna fyrir framan hæfniþátt merkir að viðkomandi starfsmaður hafi fleiri en eina hæfni í gildi.

 

vinnub_haefni_stjarna.gif

 

Sjálfgefin hæfni starfsmanns birtist á honum í vinnuborði ef hann hefur eina hæfni.

Ef starfsmaður hefur fleiri en eina hæfni þá birtist hæfni samkvæmt þessari forgangsröðun:

 

  1. Ef skipulagseining er með skilgreinda mönnun þá birtist sú hæfni sem er skilgreind fyrir almennar vaktir. Ef skilgreindar eru fleiri en ein hæfni starfsmanns fyrir alm.vaktir í mönnunarþörf, þá er sú hæfni sem finnst fyrst birt.

  2. Ef engin hæfni starfsmanns er skilgreind fyrir alm.vaktir þá er sú hæfni sem fyrst er skilgreind í mönnunarþörf fyrir aðra tegund vinnu birt.

  3. Ef engin hæfni starfsmanns er skilgreind í mönnunarþörf þá er fyrsta hæfnin sem finnst á starfsmanni birt.

 

Starfshlutfall og vinnuskylda á viku miðast við starfshlutfall starfsmanns í lok vaktaáætlunar.

Ef starfsmaður er með 2 starfshlutföll  (hefur breytt starfshlutfalli á tímabili vaktaáætlunar) þá birtist svigi utanum fyrra starfshlutfallið til að auðkenna það.

Ef engin prósentutala birtist undir vinnuskyldunni (bláir tölustafir) þá er starfsmaður í 100% vinnu, annars birtist starfshlutfall hans sem prósentutala.