Breyta mörgum vöktum í einu - sérgluggi

Tilgangur

Breyta mörgum vöktum í einu. Sett eru inn ákveðin skilyrði og öllum þeim vöktum sem uppfylla þessi skilyrði er breytt í einu, með einni aðgerð.

Hægt er líka að bæta vöktum framan eða aftan við vaktir sem uppfylla leitarskilyrði.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir hafa einir aðgang að vinnuborði vaktaáætlunar

Hvar gert

Í vaktahluta kerfisins. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun ->Séraðgerðir->Breyta vöktum.

 

Gátlisti

Opna vaktaáætlun

Velja flipann "Aðgerðir" og  "Breyta vöktum"

 

vinnubord_breyta_morgum_voktum.gif

 

Setja þarf inn skilyrði um þær vaktir sem sía á út og breyta.

 

1.Velja þarf tegund vinnu úr vallista.

2.Vaktatíma sem á að breyta, valið úr vallista (finndu vaktir).

3.Velja þarf daga til að sía út þá sem breyta á vöktum á. Hægt er að velja um

 

 

Smella á Sækja starfsmenn til að ná í þá starfsmenn sem hafa vaktir sem uppfylla leitarskilyrðin.

Þeir eru birtir í dálkinum Starfsmenn.

 

vinnub_breyta_voktum.gif

 

Þeir starfsmenn sem breyta á vöktum hjá eru fluttir yfir í listann Valdir starfsmenn með því að nota örvahnappana.

Velja þar flipann Breyta vöktum eða Bæta við vöktum.

Smellt er á Keyra hnappinn og staðfest að framkvæma eigi breytingarnar.

 

Breyta vöktum:

vinnub_breyta_voktum_flipi.gif

 

Í flipanum breyta vöktum þarf að setja inn eftirfarandi forsendur:

 

1. Setja þarf inn nýjan vaktatíma, byrjunar og endatíma.

2. Velja þarf um það hvað vaktin nær yfir marga daga.

 

Bæta við vöktum :

vinnub_framhaldsvaktir.gif

 

Í flipanum bæta við vöktum þarf að setja inn eftirfarandi forsendur:

 

1.Haka við hvort bæta eigi vöktum framan eða aftan við valdar vaktir.

2.Velja þarf byrjunar og endatíma viðbótarvakta vakta.

3.Velja þarf yfir hve marga daga viðbótarvaktirnar ná.

4.Velja þarf tegund vinnu fyrir viðbótarvaktirnar..

5.Velja þarf hæfniþátt og færnistig.