Þegar starfsmaður setur inn vaktaóskir verða þær að vera innan marka vaktastýringa skipulagseiningar eða starfsmanns.
VinnuStund er alltaf með eina viku undir þegar verið er að athuga hvort vaktaóskin sé lögleg. Upphaf viku er frá miðnætti á sun/mán til miðnættis á sun/mán.
Starfsmaður getur ekki sett inn vaktaósk sem:
Er styttri eða lengri en segir til um í lengdir á vöktum. Stýring á skipulagseiningu og starfsmanni.
Fer yfir hámarksfjölda vinnustunda á sólarhring. Stýring á skipulagseiningu.
Fer yfir hámarksfjölda vinnustunda á viku. Stýring á skipulagseiningu.
Veldur því að starfsmaður nær ekki 35 tíma hvíld á viku (frá miðnætti sun/mán til miðnættis sun/mán). Stýring á skipulagseiningu.
Lágmarkshvíld á milli vakta má aldrei vera styttri en tilgreint er í lágmarkshvíld milli vaktaskipta (8 tímar). Stýring á skipulagseiningu.
Hámarksfjöldi vakta í lotu. Stýring á skipulagseiningu og starfsmanni. Hægt að stýra því hvort þetta sé stoppað af í óskum (Óskir-Fjöldi í lotu, haka við í vaktastýringum í Vinnu ef á að stoppa).