Breyta stöðu vaktaáætlunar

Tilgangur

 

Staða vaktaáætlunar lýsir því á hvaða stigi vinna við vaktaáætlun er.

 

Skipta þarf um stöðu áætlunar svo hún endurspegli það stig sem vaktaáætlunargerð er á.

 

Gátlisti yfir vinnuferli við að breyta stöðu vaktaáætlunar.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir.

Áður gert

Vaktaáætlun stofnuð

Hvar gert

Í Vinnu (vaktahluta kerfisins). Velja Vaktir->Vaktaáætlun->Breyta

Einnig er hægt að breyta stöðu áætlunar inni í vinnuborðinu. Velja Vaktir->Vaktaáætlun->Opna->Hnappurinn Vaktastaða efst í vinstra horni vinnuborðs.   

 

Gátlisti við að breyta stöðu vaktaáætlunar

 

Breyta stöðu í vinnuborði:

1. Opna vaktaáætlun sem breyta á stöðu á með því að smella á opna.gif

2. Velja nýja stöðu vaktaáætlunar (sumar stöður krefjast dagsetninga, skilaboð um það birtast).

3. Smella á "Vista" hnappinn.

 

breyta_stodu_hnappur.gif

 

Breyta stöðu í vaktaáætlanaglugga:

1. Opna vaktaáætlun sem breyta á stöðu á með því að smella á breyta.gif . Einnig er hægt að hægrismella á áætlun og velja "Breyta vaktatímabili" úr vallista

 

 breyta_stodu_vaktaaaetlunar.gif.

 

2. Velja nýja stöðu vaktaáætlunar (sumar stöður krefjast dagsetninga, skilaboð um það birtast).

3. Smella á "Vista" hnappinn.

 

velja_stodu_aaetlunar.gif