Ef manna þarf vakt vegna fjarveru starfsmanns er hægt að láta kerfið stinga upp á því hver geti tekið vaktina.
Til að fá uppástungugluggann er smellt á viðkomandi dag í vinnuborði eða á grafinu og þar er valið hvaða vaktategund á að setja niður.
Ef smellt er á mönnunargrafið er aðeins hægt að fá uppástungu fyrir þær vaktategundir sem hafa mönnun á bakvið sig.
Það er aðeins hægt að setja niður vaktategund sem hefur skráð vaktasett í Vaktastýringar -> Vaktasett.
Sjá dæmi um vaktasett fyrir G1 (Gæsluvakt 1) á mynd hér að neðan.
Velja þarf vakt sem þarf að manna. Leyfilegir vaktatímar birtast í listanum vinstra megin. Valin vakt er flutt yfir í listann hægra megin.
Ef til er mönnunarþörf fyrir vaktategundina þá er birt hve marga vantar útfrá mönnun (lágmark og æskileg mönnun).
Halda áfram í næsta glugga.
Í listanum hægra megin er sá starfsmaður sem er með hæsta forgang í að taka vaktina útrfrá forsendum.
Athugið að ef hakað er við "Nota mönnun" þá verður að vera vöntun upp í mönnun til að ábendingin virki.
Fjöldi tíma miðað við starfshlutfall
Þeir sem fengið hafa flesta tíma í yfirvinnuvakt með teknu tilliti til starfshlutfalls fá lægri stuðul í uppástungu.
Fjöldi tíma (óháð starfshlutfalli)
Þeir sem fengið hafa flesta tíma í yfirvinnuvakt fá lægri stuðul í uppástungu.
Starfshlutfall
Þeir sem hafa hærra starfshlutfall fá hærri stuðul í uppástungu
Stilling fyrir hverja tegund vinnu er geymd.
Virða frísóskir
Á að stinga upp á vakt ef til er fríósk á sama tíma.
Nota mönnun
Á að stinga upp á vakt útfrá mönnun og ef svo er á þá að miða við lágmarksmönnun. Ef nota á mönnun kemur aðeins uppástunga um vakt ef undirmönnun er á tímabili vaktarinna.
Setja helgarvaktir
Á að stinga upp á helgarvöktum.
Allir sem geta tekið vaktr
Ef hakað við þá tekur kerfið með alla þá sem mögulega geta tekið vakt, þ.e. eru með hærra færnistig en beðið er um.
Hvíld milli vakta
Hægt að stilla hvíld milli vakta.
Lágmarksfjöldi vinnu- og fríhelga (hjá starfsmanni)
Stillanlegt að taka tillit til vinnu- og fríhelga starfsmanns.