Til athugunar varðandi vaktarúllur

Þegar vaktarúllur eru skilgreindar þarf að hafa í huga að þær brjóti ekki vaktastýringar stofnunar eða þess starfsmanns sem tengdur er rúllunni.

Ef vaktarúllur brjóta skilyrði vaktastýringa þá eru vaktirnar samt sem áður settar niður en þær birtast á vaktaborðinu með villu.

 

Breytingar á vaktarúllum eru gerðar í vaktahlutanum Vinnu.

Breytingar sem gerðar eru á vaktarúllu taka gildi næst þegar rúllað er út vöktum samkvæmt rúllunni.

 

Starfsmenn eru tengdir við vaktarúllur í viðveruhlutanum Stund eða í Vinnu.

 

Athugið að ef tvær rúllur eru tengdar á starfsmann á sama tíma og eru báðar í gildi þá rúllar kerfið út vöktum samkvæmt báðum rúllunum þó aldrei þannig að það séu settar niður tvær vaktir á sama tíma.

 

Hægt er að tengja ákveðna hæfni og færni á vaktarúllur. Þá eru aðeins settar niður vaktir á þá starfsmenn sem hafa viðkomandi hæfni og færni.

 

Athugið - ekki settar niður vaktir á aðfanga- og gamlársdag

Dagvinnumenn með breytilegan vinnutíma, dagvinnumenn á vöktum og vaktavinnumenn sem vinna ekki rauða daga.

Það eru ekki settar niður vaktir á aðfanga- og gamlársdag á þessa hópa þegar vaktir eru settar niður samkvæmt vaktarúllu. Handsetja þarf vaktir þessa daga.