Vaktasmiðir geta skoðað mönnunarþörf vaktaáætlunar.
Mönnunarþörfin er birt í grafi á vinnuborði vaktaáætlunar.
Vinna ræst upp. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun
Velja vaktaáætlun
Mönnunarþörfin er sýnd í grafi.
Með því að velja gluggasamsetninguna "Vinnuborð og Mönnun" þá opnast áætlunin næst þegar hún er opnuð með grafi undir vinnuborðinu.
Aðgerð |
Skýring |
Prenta graf |
|
Fela/sýna lágmarksmönnun í grafinu |
|
Sýna hámarks- og lágmarksfjölda starfsmanna í tölustöfum á grafinu. |
|
Fela/birta nöfn á vikudögum. |
|
Sýna samtals tímafjölda bæði fyrir æskilega mönnun og þær vaktir sem búið er að setja niður. |
|
Stýrir þrívídd á grafinu. Stikan færð til hægri til að auka þrívíddina. |
|
Talan í bláa svæðinu sýnir hve margir dagar birtast á grafinu í einu. Hægt að fjölga eða fækka dögum með því að halda músarbendlinum yfir svörtu strikunum öðru hvoru megin við bláa flötinn, bíða eftir að hann breytist og þá er hægt að stækka eða minnka bláa flötinn sem stýrir fjölda daga sem birtist í grafinu í einu. Talan 3 vinstra megin segja til um að það séu 3 dagar í viðbót fyrir framan og talan 21 þýir að hægt er að bæta við 21 degi aftan við valda daga. |
|
Ef hakað er í þetta svæði þá fylgir grafið vinnuborðinu. Sláin með bláa fletinum verður þá óvirk. |
|
Færa sig fram og tilbaka í grafinu. |
|
Sýnir eða felur síuglugga þar sem hægt er að sía út tegund vinnu,vaktir ,hæfniþætti og færnistig |
Til þess að skoða grafið þarf fyrst að opna vinnuborð vaktaáætlunarinna.
Ef grafið birtist ekki þegar vinnuborðið er
opnað þarf að smella á hnappinn og þá opnast
gluggi með grafinu.
Mynd 1 Vinnuborð og mönnun
Til þess að fá mönnunargrafið upp aftur
ef því hefur verið lokað er annaðhvort smellt á eða
hnappinn.
Ef smellt er á hnappinn
opnast vallisti eins og sést á myndinni hér fyrir neðan , en ef smellt
er á hinn hnappinn opnast graf inní vinnuborðinu.
Mynd 2 Vallisti
Úr vallistanum er valið “Vinnuorð og mönnun”. Birt er graf þar sem fram kemur lágmarksmönnun (rautt) og æskileg mönnun (rautt + grænt).
Sjá Mynd 1.
Til þess að sjá einnig þær villur sem eru á þeim vöktum sem búið er að setja er valið “Mönnun,Villur og Vinnuborð”. Þá opnast vinnuborðið með grafinu sem sýnir mönnunarþörfina og einnig glugga sem sýnir þær villur sem eru á þeim vöktum sem komnar eru, flokkaðar niður á starfsmenn. Sjá mynd hér fyrir neðan.
Mynd 3 Vinnuborð, villur og mönnun.