Röðun miðast sjálfgefið við fyrsta sýnilega dag í vinnuborði. Dagurinn breytist þegar flakkað er fram og tilbaka í vinnuborði.
Hægt er að stilla röðun við ákveðinn dag, þá miðast röðun alltaf við þann dag þó farið sé fram og aftur í vinnuborði.
Hægt að velja daginn með því að fara í stillingar og smella á velja dag.
Viðmiðunardagur röðunar er alltaf sjáanlegur. Hægt að smella á röðunardag til að staðsetja vinnuborð á honum.
Einnig er hægt að velja dag í vinnuborði með því að tvísmella á hann með músarhnapp. Röðunartáknið birtist í hægra horni dagsins. Röðunardagur breytist alltaf þegar smellt er á hann.