Breyta sjálfgefinni hæfni

Sjálfgefin hæfni starfsmanns birtist á honum í vinnuborði vaktaáætlunar ef hann hefur eina hæfni.

 

Ef starfsmaður hefur fleiri en eina hæfni þá birtist hæfni samkvæmt þessari forgangsröðun:

Ef skipulagseining er með skilgreinda mönnun þá birtist sú hæfni sem er skilgreind fyrir almennar vaktir. Ef skilgreindar eru fleiri en ein hæfni starfsmanns fyrir alm.vaktir í mönnunarþörf, þá er sú hæfni sem finnst fyrst birt.

 

Ef starfsmaður er með tvær tegundir af hæfni og báðar eru í mönnunarþörf þá er hægt að skipta um sjálfgefna hæfni. Starfsmadður getur haft eina hæfni í einum vaktahóp og aðra hæfni í öðrum.

 

Hvernig gert

Þetta er gert með því að opna í vaktahópinn.

Starfsmaður valinn í nafnalista.

Smellt á hnappinn fyrir aftan heiti vaktahóps vaktahopur_haefni_hnappur.gif

 

Glugginn fyrir sjálfgefna hæfni opnast. Sjálfgefin hæfni sem á að vera í vaktahópnum valin og vistað.

 

vaktahopur_breyta_haefni.gif