Til athugunar varðandi forsendur og stýringar

Vaktastýringar

Vaktastýringar eru skilgreindar fyrir skipulagseiningar. Einnig er hægt að skilgreina vaktastýringar á starfsmenn sem yfirtaka þá vaktastýringar skipulagseinigar. Hafa þarf í huga að stýringar sem settar eru á starfsmenn mega ekki brjóta stýringar deilda.

Til dæmis ef lágmarkshvíld stofnunar á milli vakta er 12 tímar þá má ekki setja 10 tíma á starfsmanninn. Aftur á móti mætti setja 13 tíma á hann.

 

Leyfilegir tímar í óskum

Eðlilegt er að leyfilegir tímar í óskum samsvari þeim tímum sem eru í Vaktasettum. Það ættu að vera þeir vaktatímar sem leyfilegir eru á skipulagseiningunni.

Starfsfólk er sett niður á vaktir samkvæmt sínum óskum að teknu tilliti til mönnunarþarfar.

 

Vaktasett í sjálfvirkni

Sjálfvirk vaktagerð notar vaktasettin til að raða starfsmönnum á vaktir.

Hægt er að skilgreina ýmis vaktasett svo lengi sem þau brjóta ekki í bága við vaktastýringarnar.

Ef t.d. lágmarkslengd vakta er 6 tímar þá er ekki hægt að skilgreina vaktasett sem er 4 tímar.

Sama gildir um hámarkslengd vakta. Ef hámarkslengd vakta er 12 tímar þá er ekki hægt að skilgreina vaktasett sem gera ráð fyrir 14 tíma vöktum.

 

Vaktaflokkar

Hér er tilgreint hvaða tímabil sólarhringsins er næturvinna.

Aðeins eitt næturvinnutímabil er í gildi í einu. Sjálfvirk vaktagerð setur þá starfsmenn sem ekki vinna um nætur ekki á vaktir á þessu tímabili.

Sjálfvirk vaktagerð notar einnig þessa skilgreiningu til að dreifa starfsmönnum á vaktir jafnt yfir skilgreind tímabil sólarhringsins. Þetta á að koma í veg fyrir að t.d.einn starfsmaður lendi eingöngu á morgunvöktum en annar nær eingöngu á kvöldvöktum.

Hægt er að fá skýrslu sem sýnir dreifingu vakta hjá starfsfólki, þ.e. hvað hver og einn fær margar vaktir í hverjum vaktaflokki.