Skilgreina helgartímabil

Skilgreining á upphafs- og endatíma helgar.

 

Aðeins eitt helgartímabil er í gildi í einu fyrir allar tegundir vinnu.

Helgartímabil er skilgreint fyrir alla á skipulagseiningu.

 

Starfsmenn geta valið að vinna ekki um helgar. Þá eru helgarvaktir samkvæmt þessari skilgreiningu ekki settar á þá starfsmenn í sjálfvirkri vaktagerð.

 

Í handvirkri vaktagerð kemur fram ábending ef starfsmaður hefur valið að vinna ekki um helgar og hann er settur á vakt á skilgreindu helgartímabili.

 

Skilgreining þessi hefur áhrif á vaktaóskir þar sem hægt er að loka fyrir það að starfsmenn geti óskað sér vakta um helgar.

 

Athugið að vaktir sem byrja á sama tíma og helgartímabil endar eru ekki skilgreindar sem helgarvaktir.

Tilgangur

Notað í vaktaóskum, sjálfvirkri vaktagerð og handvirkri vaktagerð.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir.

Hvar og hvernig gert

Fara í Vinnu, Forsendur->Stýringar->Vaktastýringar -> Helgartímabil

Mögulegar aðgerðir

Nýskrá helgartímabil

Eyða helgartímabili

 

Gátlisti - nýskrá

Smella verður á  hnappinn til þess að svæðin verði virk.

Skilgreina þarf hvenær helgartímabil byrjar, vikudagur og tími, og hvenær því lýkur, vikudagur og tími.

Smella þarf á “Vista” hnappinn til að stýringarnar taki gildi.

 

Til þess að koma í veg fyrir að starfsmaður sé settur á kvöldvakt fyrir helgarfrí þá þarf að skilgreina upphafstíma helgartímabils þannig að hann sé sá sami og byrjunartími kvöldvaktar.

 

Ef kvöldvakt byrjar t.d. klukkan 15:30 þá þarf byrjunartími helgartímabils einnig að vera frá klukkan 15:30 á föstudögum.

 

 

 

 

Helgartímabil í þessu dæmi hefst eftir 15:30 (vaktir sem byrja eftir klukkan 15:30) á föstudegi og stendur fram til klukkan 08:00 (vaktir sem byrja eftir klukkan 08:00) á mánudagsmorgni.

 

Gátlisti - eyða

Smella verður á  hnappinn til þess að eyða helgartímabili.

Ef helgartímabili er eytt er ekkert virkt helgartímabil í gangi.

Smella verður á “Vista” hnappinn og staðfesta að eyða eigi færslu áður en eyðing helgartímabils tekur gildi.