Skilgreina forsendur

Hæfni

Hér er hægt að skrá liti og skammstafanir á hæfniþætti og færnistig.

 

Flipinn "Forsendur" í vaktastýringum.

Velja flipann Hæfni.

Smella á image75.gif til að  nýskrá .

 

Í vinnuborði er síðan hægt að skoða vaktir samkvæmt þessum litum og skammstöfun.

 

Þeir hæfniþættir sem skráðir eru í forsendum birtast í vallista þegar viðbótarhæfni er skráð á vakt eða hluta vaktar.

 

Athugið að ekki er hægt að fara á milli flipa fyrr en búið er að vista (eða hætta við) breytingar í viðkomandi flipa.

 

forsendur_skra_haefni.gif

 

Ef skoða á vaktir samkvæmt hæfni í forsendum þarf að velja „Hæfniþáttur“ í síuglugga.

Skammstöfun og litir eru birtir undir „Hæfniþáttur og færnistig“.

 

hæfniþáttur_úr_forsendum_í_síu.gif

 

Verkefni

Hér er hægt að  skrá verkefni og setja á þau liti og skammstafanir. Í vinnuborði er síðan hægt að skrá verkefni á vaktir.

Flipinn Forsendur í vaktastýringum.

Velja flipann Verkefni

Smella á image75.gif til að  nýskrá .

forsendur_skra_verkefni.gif

 

Hægt er að setja verkefni á alla vaktina eða skipta vaktinni upp handvirkt og skrá verkefni á hluta hennar.

Verkefni telur upp í mönnun.

 

Dæmi:

Vakt 8-16, fer á fund milli 11-13. Þá er vaktinni skipt upp í 8-11, 11-13 og 13-16, verkefnið 'Fundur' settur á vaktina 11-13 og þá dettur mönnun niður milli 11-13.

 

Ef skoða á verkefni í vinnuborði þarf að haka við  "Sýna verkefni" í stýringum vinnuborðs.

 

skoda_verkefni_i_vinnubordi.gif

 

Staðsetning

Hér er hægt að  skrá staðsetningu og setja á þau liti og skammstafanir. Í vinnuborði er síðan hægt að skrá staðsetningu á vaktir.

Flipinn Forsendur í vaktastýringum.

Velja flipann Staðsetning

Smella á image75.gif til að  nýskrá .

 

forsendur_skra_stadsetningu.gif

 

Hægt er að setja staðsetningu á alla vaktina eða skipta vaktinni upp handvirkt og skrá verkefni á hluta hennar.

Staðsetning hefur engin áhrif á mönnun.

Til að skoða staðsetningu í vinnuborði þarf að haka við Staðsetning í síuglugga.

 

staðsetning_synd_i_vinnubordi.gif