Dagsetningar í Vinnu birtast ekki rétt

Í Vinnu er gert ráð fyrir íslenskum dagsetningum.

Við uppfærslu á Windows stýrikerfinu hefur það stundum komið upp að þó að dagsetningarformið virðist vera íslenskt þá er það í rauninni ekki rétt. Það þarf því að uppfæra það.

 

Ef dagsetningarformið er ekki íslenskt er birting á dagsetningum í Vinnu, t.d. í vaktaáætlunum og tengja starfsmann við vaktarúllu, á þessu formi dagsetningar_USA_format.gif

 

Til að lagfæra þetta er farið í Control Panel.

Velja Region.

Í format birtist  "Icelandic".

Velja annað format úr vallista (sama hvaða) og vista.

Velja aftur "Icelandic", "Vista" og "Apply".

 

dagsetningar_breyta_um_format.gif

 

Í Vinnu ættu dagsetningar í Vinnu núna að birtast á þessu formi dags_format_íslenskt.gif