Allir notendur hafa aðgang að sjálfsþjónustu kerfisins. Notendur komast í sjálfsþjónustu VinnuStundar beint úr sjálfsþjónustu starfsmannakerfisins. Notendur tengjast því fyrst sjálfsþjónustu starfsmannakerfisins, velja þar ábyrgðarsviðið VinnuStund og eru þar með tengdir inn á eigin sjálfsþjónustu.
Í sjálfsþjónustu geta starfsmenn:
Skoðað tímauppgjör sitt, gert breytingar á tímafærslum og skráð fjarvistir
Skoðað vaktaáætlun fyrir sinn vaktahóp
Gert athugasemdir við vaktir á ósamþykktu tímabili
Vaktavinnumenn geta óskað eftir vöktum og fríum
Skoðað stöðu leyfa
Óskað eftir leyfum
Skoðað tilkynningar
Skoðað viðveru starfsmanna
Skoðað fjarvistir á tímabili