• Kerfisumsjón hefur les- og skrifaðgang að öðrum stofnunum og getur breytt sjálfgefnum aðgangstakmörkunum aðgangshlutverka sem skráðar eru á stofnanir. Þá geta þeir breytt aðgangstakmörkunum einstakra starfsmanna.
• Aðgangur getur breytt aðgangshlutverki starfsmanna innan stofnana sem þeir hafa aðgang að.
• Launafulltrúar geta breytt sjálfgefnum aðgangstakmörkunum aðgangshlutverka á eigin stofnun. Hafi þeir jafnframt aðgangshlutverk Aðgangur geta þeir breytt aðgangshlutverki einstakra starfsmanna.
Aðgangur í kerfinu er annars vegar aðgerðaháður og hins vegar gagnaháður.
Launafulltrúar hafa aðgang að gögnum allrar stofnunar (hægt að takmarka við ákveðnar skipulagseiningar).
Yfirmenn hafa aðgang að gögnum sinnar skipulagseiningar (hægt að takmarka við ákveðna starfsmenn á einni eða fleiri skipulagsaeiningum).
Starfsmenn sjá einungis eigin gögn í sjálfsafgreiðslu.
Þau aðgangshlutverk sem starfsmaður hefur tengd á sig ræður aðgerðaaðgangi hans.
Þegar starfsmaður með aðgangshlutverk Launafulltrúi er innskráður birtist flipi, Aðgangur, undir Stýringar » Stofnanir. Í flipanum er hægt að velja aðgangshlutverkin starfsm, yfirmaður, launafullt. Launafulltrúi getur breytt sjálfgefnum gildum fyrir þessi aðgangshlutverk á stofnun/fyrirtæki.
Þegar starfsmaður með aðgangshlutverk Aðgangur er innskráður birtist flipi Aðgangstakmarkanir undir vinnuleiðinni Aðgangur » Aðgangur » Starfsmaður. Í þeim flipa er hægt að skoða eða breyta aðgangstakmörkunum valins starfsmanns.