Skrá aukavaktaósk

Starfsmaður getur skráð aukavaktaóskir. Hann velur dagsetningu og tíma og skipulagseiningu.

Yfirmaður getur svo sótt skýrslu með þeim starfsmönnum sem hafa skráð sig á aukavaktir og hringt út eftir þeim lista ef manna þarf deildir.

Hver framkvæmir

Starfsmaðurinn sjálfur.

Tilgangur

Yfirmaður getur séð hverjir óska eftir að vinna aukavaktir og hvenær. Hjálpar til ef deildir eru vanmannaðar.

Hvar og hvernig gert

Veldu Aukavaktalista í sjálfsþjónustu. Smelltu á nýskrá efst í hægra horni.

Veldu skipulagseiningu.

Settu inn dagsetningu og tíma frá og til sem þú gætir tekið aukavaktir og athugasemdir ef einhverjar eru.

Smelltu á Vista hnappinn.

 

nyskra_aukavaktaosk.gif

 

sjalfsthjonusta_aukavaktaosk.gif