Meðhöndlun orlofs hjá starfsmönnum sem eru ráðnir tímabundið (t.d. sumarstarfsmenn) er tvenns konar í VinnuStund:
1. Starfsmenn skilgreindir sem tímavinnumenn með fastan vinnutíma. Fá þá aðeins borgað eftir stimplun. Hægt að skrá á þá veikindi en engin ávinnsla orlofs á sér stað. Mikið notað fyrir þá starfsmenn sem hafa orlofið inni í laununum sínum, fá orlofið greitt jafnóðum.
2. Starfsmenn skilgreindir sem dagvinnumenn. Ávinna sér orlof á meðan þeir eru í vinnu en þegar starfsmaðurinn er gerður upp í lok ráðningartímans er farið í orlofsmynd starfsmanns og ávinnsla hans skráð í dálkinn greitt út. Mest notað fyrir þá starfsmenn sem fá orlofið gert upp við starfslok.
Hægt er að stýra því á leyfisréttindum hvort þau gildi fyrir alla starfsmenn á samningi eða ekki:
Gildir fyrir alla á samningi:
Þá gilda þessi leyfisréttindi fyrir alla starfsmenn sem tengdir eru viðkomandi samningi, nema tímavinnumenn. Þeir ávinna sér aldrei orlof.
Gildir EKKI fyrir alla á samningi:
Þá þarf að handtengja orlof á alla starfsmenn á samningi. Þetta þarf þá að gera í leyfismynd hvers og eins starfsmanns.