Nýr starfsmaður

Hver framkvæmir

Launafulltrúar, yfirmenn í Stund.

Gátlisti þegar nýr starfsmaður kemur inn í Stund

 

Starfsmaður tengdur

 

Starfsmaður verður að vera skráður inn í starfsmanna/launakerfi með starfshlutfalli. Einnig er hægt að skrá starfshlutfall í Stund, fer eftir uppsetningum.

 

Starfsmaður tengdur inn í VinnuStund:

Gert í starfsmannamynd í Stund. Starfsmenn->Starfsmenn.

Leitarskilyrði sett inn og smellt á "Leita" hnapp.

"Tengja" hlekkur birtist aftast í línu hjá þeim starfsmönnum sem ekki eru nú þegar tengdir við Stund.

Starfsmaður tengdur með því að smella á nafn hans eða með því að smella á hlekkinn "Tengja" fyrir aftan nafnið.

 

Stillingar í starfsmannamynd

 

Fara í starfsmannamynd starfsmanns:

Farið í Starfsmenn->Starfsmenn

Leitarskilyrði sett inn og smellt á "Leita" hnapp.

Smellt á nafn viðkomandi starfsmanns.

 

Vinnufyrirkomulag sett á starfsmann:

Smellt á flipann Vinnufyrirkomulag

Smellt á "Nýskrá" hnappinn.

Veldu vinnutímaskipulag og/eða vinnufyrirkomulag úr vallistum.

Ef viðkomandi er vaktavinnumaður þarf að taka afstöðu til kaffitíma og bætingar.

Settu inn upphafsdagsetningu í Dags frá og ekkert í Dags til.

Smellt á Vista hnappinn.

Smellt á OK hnappinn í staðfestingarglugganum sem sýnir hve margar færslur hafi verið endurútreiknaðar.

 

Sveigja í vinnuskilum fyrir dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma eða vaktvinnumenn. Þarf eingöngu að setja á starfsmann ef yfirskrifa á sömu stýringar á stofnun/skipulagseiningu:

Smellt á flipann "Nánar".

Smellt á blýantinn neðst í hægra horninu.

Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma:

Vinnuskil/vaktavinnuskil hámarksskuld í klst.

Vaktavinnumenn

Vaktavinnuskil hámarksinneign í klst.

Vinnuskil/vaktavinnuskil hámarksskuld í klst.

 

Auðkenni í klukku skráð á starfsmanninn:

Smellt á flipann "Nánar".

Smellt á blýantinn  neðst í hægra horninu.

Auðkenni starfsmanns skráð í svæðið "Auðkenni í klukku".

Smellt á Vista hnappinn.

Athugið að sjálfgefið auðkenni er kennitala starfsmanns.

 

Kortanúmer skráð á starfsmann (ef nota á kort):

Smellt á flipann "Nánar".

Smellt á blýantinn  neðst í hægra horninu.

Kortanúmer skráð í dálkinn "Kortanúmer".

Smellt á Vista hnappinn.

 

Auðkenni sent í klukku:

Smellt á senda_i_klukku.gif  táknið. Þessi aðgerð sendir auðkenni starfsmanns í stimpilklukku/síma.

Auðkennið tengist ekki við starfsnúmerið í klukkunni fyrr en búið er að senda í klukku.

 

Auðkenni eytt úr klukku

Smellt á eyda_ur_klukku.gif  táknið. Þessi aðgerð tekur auðkenni úr klukku, ekki hægt að nota auðkennið við innstimplun.

 

Yfirvinnusamningur skráður á starfsmann (ef við á):

Smellt á flipann "Yfirvinna".

Smellt á hnappinn "Nýskrá".

Veldu yfirvinnusamning úr vallista. Settu inn hvenær samningurinn tekur gildi í Dags frá. Venjulega upphafsdagsetning uppgjörstímabils. Ekki skrá neitt í Dags til. fyrr en samningurinn á að falla úr gildi.

Smelltu á Vista hnappinn.

 

Síusamningur skráður á starfsmann (ef við á):

Smellt á flipann "Síusamningar".

Smellt á hnappinn "Nýskrá".

Veldu síusamning úr vallista. Settu inn hvenær samningurinn tekur gildi í Dags frá. Venjulega upphafsdagsetning uppgjörstímabils. Ekki skrá neitt í Dags til. fyrr en samningurinn á að falla úr gildi.

Smelltu á Vista hnappinn.

 

Hæfni vaktavinnumanna

Ef um er að ræða vaktvinnumenn þá þarf að tengja á þá hæfni.

Hæfni er ýmist skilgreind í starfsmannakerfi (t.d.hjá ríkinu) eða í Stund, þetta fer eftir uppsetningum.

Fyrst þarf að skilgreina hæfni og tengja hana síðan á starfsmann.

Ekki er hægt að setja vaktir á starfsmann nema hann hafi á sér hæfni.

 

Leyfsréttindi í Stund

 

Gert í leyfismynd starfsmanns.

Farið í Starfsmenn->Leyfi

Leitarskilyrði sett inn og smellt á "Leita" hnappinn.

 

Skráning leyfisstöðu í Stund:

Smellt á plúsinn  í dálkinum "Skráð staða / Til úttektar". Þarna er sett  inn hvað starfsmaðurinn á til úttektar þegar hann kemur inn í kerfið ( + eða -)

Smellt á "Vista" hnappinn. Ath. það er ekki hægt að eyða þessari skráningu, aðeins hægt að bakfæra.

 

Skráning á sértækum leyfum í Stund:

Í leyfismyndinni sjást þau leyfisréttindi sem tengd eru á starfsmann.

Ef viðkomandi starfsmaður á rétt á fleiri leyfisréttindum þarf að tengja þau handvirkt.

Það er gert með því að smella á "Nýskrá" hnappinn og velja viðkomandi leyfisréttindi úr vallista.

Skrá þarf inn gildisdagsetningu frá.