Meðhöndlun fæðingarorlofs hjá ríkinu

Í VinnuStund þarf að skrá viðkomandi með fjarvistartegundina fæðingarorlof.

Breyta þarf vinnufyrirkomulagi ef starfsmaður fer í lengt fæðingarorlof og dreifa á starfshlutfalli í fæðingarorlofinu.

Athugið að þá þarf líka að breyta starfshlutfalli í launakerfi svo orlofsávinnsla verði rétt (sjá hér neðar).

 

T.d. í stað þess að vera í 6 mánaða fæðingarorlofi ætlar viðkomandi að vera 12 mánuði í burtu og óskar eftir að greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði verði dreift á 12 mánuði.

Ef ráðningin er 100% þarf að breyta starfshlutfallinu í 50% og setja 50% vinnufyrirkomulag sem gildir á meðan fæðingarorlofið varir.

Þá þarf að lækka starfshlutfallið í 50% þann tíma á launategundinni fæðingarorlof og í starfshlutfalli starfsins í starfsmannakerfi (Orra) frá þeim degi sem fæðingarorlof hófst.

 

Skráning í Orra.

Þegar starfsmaður fer í fæðingarorlof þarf að breyta launaforsendum hans.

Laun eru ekki greidd í fæðingarorlofi nema í þeim fáu tilvikum þegar unnið er með fæðingarorlofinu.

Skrá þarf nýja launaforsendur; fæðingarorlof (sem greiðir ekki laun) það tímabil sem orlofið stendur. Hún heldur utan um réttindaávinnslu t.d. rétt til greiðslna á desemberuppbót og orlofsuppbót.

 

Lenging fæðingarorlofs skráning í Orra.

Ef starfsmaður fer í lengt fæðingarorlof þannig að dreifa eigi starfshlutfalli á tímabilið þarf að breyta starfshlutfalli starfsins á meðan í samræmi við það.

T.d. í stað þess að vera í 6 mánaða orlofi þá verður viðkomandi 12 mánuði í burtu og óskar eftir að greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði verði dreift á 12 mánuði. Þá þarf að lækka starfshlutfallið um helming þann tíma á launategundinni fæðingarorlof og í starfshlutfalli starfsins.

 

 

Fjarvistartegundin fæðingarorlof:

Réttindi sem ávinnast í Vinnustund eru:

einungis orlof, hún á bara að reiknast á vinnuskyldu og það á að vera merkt nei við að reikna álag og kaffitíma vaktavinnumanns.