Almennt

Leiðakerfið er birt hvar sem notandinn er staddur í kerfinu. Þar er birt heiti notanda og sú skipulagseining sem starf hans er skráð á.

Hvar sem notandi er staðsettur í kerfinu getur hann smellt á merki VinnuStundar og komist þannig aftur á upphafssíðuna.

 

 

Vinstra megin birtist vallistinn sem sýnir þann aðgang sem starfsmaður hefur í kerfinu.

Á rauða borðanum fyrir ofan heiti notanda og stofnun má sjá flýtileiðir:

 

Dagatal: farið er inn á dagatal þar sem má sjá yfirlit yfir frídaga og fleira

 

Fyrirspurn til vefstjóra:  hér má senda fyrirspurn á vefstjóra ef eitthvað vandamál er með síðuna

Hjálp:  þessi hlekkur vísar beint í uppafssíðu hjálparinnar sem fylgir kerfinu

Útskráning:  hér skal skrá sig út sem er mikilvægt að gera í hvert skipti sem búið er að nota kerfið

 

Ábyrgðarsviðin eru birt í vallistanum og með því að smella með músarbendli á þau birtast leyfilegar aðgerðir undir þeim.

Aðgerð er svo valin með því að færa músarbendilinn yfir hana og smella einu sinni.