Þegar stimplun á að reiknast eftir útkallsreglum í kjarasamningi þá þarf að merkja hana sérstaklega sem útkall.
Ef starfsmenn mega sjálfir haka í útköll þá þarf stýringin "Starfsmaður má haka í útköll" að vera Já undir Stýringar - Skipulagseining.
Annars þarf yfirmaður að merkja útkallsfærslur.
Ekki er hægt að merkja færslu sem útkall fram í tímann.
Smellt er á stimplun / tímaskráningu og hakað við svæðið Útkall og því næt Vistað.
Eftir að tímafærsla hefur verið merkt sem útkall birtist hún blá í tímafærslumyndum:
Endurtekin útköll:
Á reiknireglu á kjarasamningi starfsmanns er tilgreint hvað greiða eigi marga tíma fyrir útkall.
Á myndinni hér fyrir neðan er bakvakt frá 07:30 - 20:00, á henni eru þjú útköll. Samkvæmt myndinni hér fyrir neðan greiðast að lágmarki fjórir tímar fyrir útkall.
Reglan sem notuð er:
Í endurteknum útköllum sem liggja það nálægt hvert öðru í tíma að lágmarksgreiðslutíma næsta útkalls á undan er ekki lokið þegar hið næsta hefst,
þá á að greiða samfelldan tíma frá upphafi fyrst útkalls til loka þess síðasta. Þetta á við um öll útköll hvort sem starfsmaður er á bakvakt eða ekki.
Lágmarksgreiðslutími í útkalli er skilgreindur í yfirvinnu-reiknireglum og bakvaktar-reiknireglum, svæðið heitir Tímafjöldi útkalls.