Vinnslubiðröð

Yfirfara - > Vinnslubiðröð

 

Þyngri vinnslur eru settar í vinnslubiðröð og keyrðar með vissu millibili til þess að jafna álag á kerfið.

Hægt er að fylgjast með framgangi eftirtalinna vinnsla:

 

 

Skoða vinnslur

Hægt að velja um mínar vinnslur eða allar vinnslur og stöðu á vinnslu, lokið eða ólokið.

Þegar skoðaðar eru mínar vinnslur birtast allar vinnslur sem notandi hefur stofnað óháð því á hvaða stofnun/fyrirtæki vinnsla var stofnuð.

Þegar allar vinnslur eru skoðaðar þá birtast vinnslur á þeirri stofnun/fyrirtæki sem notandi er að vinna á.

 

 

Eyða vinnslum

Hægt er að eyða vinnslu með því að smella á rauða X-ið í dálkinum Vinnsla skráð.

Aðeins er hægt að eyða vinnslu á meðan hún er í biðstöðu.

 

 

Í listanum er skráningardagsetning og tími, staða vinnslu og tegund, skipulagseining og hver setti vinnslu af stað. Aftast eru upplýsingar um hvenær vinnsla var sett af stað og hvenær henni lauk.

Til þess að uppfæra stöðu vinnslu er glugginn endurhlaðinn með því að smella á Leita hnapp.

 

Sjálfgefið er að aðeins birtist vinnslubiðröð innskráðs notanda (hakað við Mínar) en hægt er að skoða allar vinnslur með því að haka við Allar.

Hægt er að skoða vinnslur í stöðunni Ólokið eða Lokið með því að velja í vallistanum Staða.

 

Skoða skýrslur

Niðurstöður úr skýrslum sem settar eru í vinnslubiðröð eru settar fram í excel-skjali í vinnslubiðröð