Launafulltrúi breytir aðgangstakmörkunum stofnunar

Launafulltrúar geta breytt sjálfgefnum aðgangshlutverkum.

Hafi þeir jafnframt hlutverkið Aðgangur geta þeir breytt aðgangshlutverki einstakra starfsmanna.

 

Hvar og hvernig gert

Launafulltrúi velur Stýringar -> Stofnanir, velur stofnun úr lista og fer í flipann Aðgangstakmarkanir.

Sjálfgefinn aðgangur lítur svona út, engar aðgangstakmarkanir hafa verið settar.

 

 

Valið er það aðgangshlutverk sem á að breyta og smellt á Nýskrá.

 

Í skjámyndinni hér fyrir neðan er verið að breyta sjálfgefnu hlutverki fyrir Yfirmann og því þarf að haka við allar aðgerðir og flipa sem Yfirmaður á að hafa aðgang að.
Þegar skjámyndin er opnuð í fyrsta skipti er ekki hakað í neinn aðgang.  
Það þýðir að allur aðgangur er virkur en um leið og hakað hefur verið í einhverjar aðgerðir og takmörkunin vistuð, eru einungis merktar aðgerðir leyfilegar.

 

 

Haka við flipa og/eða aðgerðir sem eiga að vera leyfðar og smella á Vista hnapp.  

 

 

Hér fyrir neðan er sama skjámynd með athugasemdum sem sýna að hægt er að veita aðgang í flipa án þess að starfsmaður geti framkvæmt aðgerðir flipa.

Einnig er hægt að veita aðgang í valdar aðgerðir.

 

 

Vista.

 

Eftir að aðgangstakmarkanir hafa verið vistaðar lítur flipinn svona út.

Í þessu dæmi hafa einungis verið settar aðgangstakmarkanir á hlutverkið Yfirmaður.