Notendur hafa aðgang að gögnum og aðgerðum eftir hlutverki innan fyrirtækis/stofnunar.
Sjálfsþjónustuaðgangur stofnast sjálfkrafa þegar starfsfólk er tengt, ekki þarf að skrá hann hér.
Farið er í Starfsmenn -> Aðgangur í valmynd til vinstri. Leitað að starfsmanni samkvæmt leitarskilyrðum og hann valinn úr lista til að skoða nánar.
Í flipanum Eigin stofnun má sjá aðgangshlutverk valins starfsmanns innan sinnar stofnunar/fyrirtækis. Ef starfsmaður hefur aðgang að gögnum fleiri stofnana/fyrirtækja birtast samsvarandi upplýsingar um aðgang að þeim undir flipanum Aðrar stofnanir.
Smellið á blýantinn fyrir aftan Aðgangshlutverk til að bæta aðgangshlutverki á starfsmann.
Ef starfsmaður er með aðganghlutverkin Yfirmaður eða Vaktasmiður þarf að bæta við aðgangi að skipulagseiningu(m).
Smellið á plús fyrir aftan Takmörkun að skipulagseiningum til að bæta við eða breyta aðgangi að skipulagseiningum.
Hér er verið að velja aðgangshlutverk, hægt að velja fleiri en eitt.
Veljið úr lista og skráið dags frá (daginn í dag). Ekki þarf að setja inn lokadagsetningu nema aðgangurinn eigi að gilda tímabundið.
Ef takmarka á yfirmanns- eða launafulltrúaaðgang þá þarf að setja hak þar sem við á.
Vista.
Farið er í Starfsmenn -> Aðgangur og starfsmaður valinn skv. leitarskilyrðum.
Til að breyta eða loka aðgangshlutverkum starfsmanns er smellt á blýantinn fyrir aftan Aðgangshlutverk og smellt á flipann Breyta skráningu.
Hér er hægt að setja lokadagsetningu á aðgangshlutverk og velja hvort takmarka eigi yfirmanns- eða launafulltrúaaðgang.
Ef eyða á aðgangshlutverki eða breyta mörgum er smellt á x-ið fyrir aftan Aðgangshlutverk.
Hér er hægt að loka öllum aðgangshlutverkum í einni aðgerð með því að skrá inn dagsetniningu í svæðið Endadagsetning.
Til að eyða aðgangshlutverki er smellt á blýantinn fyrir aftan viðkomandi aðgangshlutverk.
Hér er hægt að eyða aðgangshlutverki.