Stýringar stofnunar/fyrirtækis - Bradford

 

Stýringar > Stofnun/Fyrirtæki > Flipinn Bradford

Ýmsar stillingar eru til varðandi það hvar og hvernig Bradford stig eru birt í Vinnustund.

 

Talning Bradford stiga

Bradford-kvarðinn er reiknaður út eins og hér segir:

Bradford stig = S2×DS2 * D

þar sem

Dæmi um hvernig samtals 10 daga fjarvera getur talið til mismargra Bradford stiga:

 

Bradford kvarði skilgreindur

Þegar valið hefur verið Já í að Virkja Bradford hjá stofnun þá birtast þessir valmöguleikar

Fjöldi daga sem teljast langtímaveikindi í Bradford skýrslu eru sjálfgefið 28 dagar en því er hægt að breyta.

 

Bradford flokkar

Hægt er að búa til flokka, ef það er ekki gert, þá birtast Bradford stig í skýrslum án flokkunar.

ATH. stigafjöldi er ekki birtur á myndum, hver stofnun/fyrirtæki ákveður skiptingu milli flokka.

Bradford stig eru talin annars vegar fyrir 13 vikur og hins vegar 52 vikur.

Notendur stjórna því hvað flokkar eru margir og hvernig þeir skiptast eftir stigafjölda.

Hægt er að velja liti á flokka eins og hver vill en einnig er hægt að sleppa litum með því að velja hvíta litinn í horninu efst til vinstri í litapellettunni.

Einnig er hægt að velja um að setja lýsingu/heiti á flokka eða hafa svæðið tómt.

Vista þarf fyrsta flokkinn áður en hægt er að smella aftur á plús til að búa til þann næsta.

Í efsta flokki þarf að skrá 99999 í stigafjölda til.


 

Bradford í sjálfsþjónustu

Hægt er að birta Bradford stig í sjálfsþjónustu, þá sér starfsfólk flipann Bradford undir „Ég“ í sjálfsþjónustu Vinnustundar.

Hægt er að velja birtingu í sjálfsþjónustu fyrir eingöngu 13 vikur, eingöngu 52 vikur eða bæði, ef birta á bæði er valið Já

Dæmi um birtingu í sjálfsþjónustu þar sem flokkar eru notaðir

Dæmi þar sem flokkar eru ekki notaðir

 

Bradford skýrsla

Til þess að taka út skýrslu yfir Bradford stig er farið í Skýrslur – Veikindaréttur og Bradford valið úr vallista