Gefið hefur verið út Smástundar app sem mun með tíð og tíma taka við af Smástundarvefnum fyrir síma.
Appið er enn í vinnslu og verður bætt við virkni þess á næstu mánuðum.
Sækja þarf appið í App store eða Play store. Til að skrá sig inn er farið í sjálfsþjónustu Vinnustundar og skanna þar QR kóða eða slá inn númerið ásamt aðgangsupplýsingunum sem notaðar eru við innskráningu í Vinnustund (Orra hjá ríkisstofnunum).
Upplýsingar um Smástund í sjálfsþjónustu Vinnustundar:
Þegar Smástundar appið er opnað birtist upphafsskjár þar sem tengja þarf appið við Vinnustundaruppsetningu með því að nota upplýsingarnar úr sjálfsþjónustunni:
Ábendingar varðandi virkni í Smástundar appinu má senda á netfangið smastund@advania.is
Athugið að ekki er víst að öllum ábendingum verði svarað en okkur þætti vænt um að heyra frá ykkur með það sem betur má fara svo við getum breytt og bætt Smástundina.