SmáStund er skalanlegur vefur sem hentar til birtingar í síma eða á öðrum minni skjáum.
Launadeild eða aðrir umsjónaraðilar Vinnustundar á vinnustaðnum veita upplýsingar um slóðina á SmáStund eða sjá um að útvega þær upplýsingar.
Þegar viðskiptavinir Vinnustundar vilja hefja notkun á SmáStund þarf umsjónaraðili Vinnustundar að senda póst á vinnustund@advania.is til að virkja SmáStund
og fá uppgefna vefslóð á kerfið.
Þetta á við um til dæmis sveitarfélög eða fyrirtæki sem ekki eru farin að nota Smástund nú þegar.
SmáStund er nú þegar virk hjá þeim ríkisstofnunum sem nota Vinnustund.
Starfsmenn geta:
- skoðað og skráð tíma sína
- skoðað yfirlit yfir eigin fjarvistir
- séð stöðu orlofs og annarra leyfa
- skoðað úttektir sínar ef Vinnustund er tengd Matráði
- vaktavinnumenn geta skoðað næstu vaktir
- kerfið býður upp á inn- og útstimplun og geta umsjónaraðilar Vinnustundar á hverjum vinnustað valið hvort sú stilling er opin
Í vinnslu er app sem kemur út bæði á Android og IOS með möguleikum á að skoða vaktahvata og setja inn vaktaóskir ef þær eru notaðar.
Innskráning í Smástundina er eins og innskráning í Vinnustund. Notað er sama notendanafn og lykilorð.
Ef viðskiptavinur nýtir sér innskráningu með rafrænum skilríkjum/íslykli hjá island.is þá er slík innskráning einnig möguleg í SmáStund.
Uppsetning á flýtileið í ANDROID síma
Uppsetning á flýtileið í IOS síma (Notið Safari vafra, ekki Chrome).