Skýrslan birtir upplýsingar sem tengjast vinnuskyldu starfsmanna.
Hægt er að leita eftir skipulagseiningu(m), nafni, kennitölu og tímabili.
Skýrsla er send í vinnslubiðröð ef fjöldi valinna skipulagseininga fer yfir 20 og starfsmenn viðkomandi stofnunar yfir 300.
Upplýsingar um svæði:
Svæði |
Skýring |
Starfshlutfall |
Ef starfshlutfall hefur breyst á tímabili þá birtast þau bæði |
Staða vinnuskila |
Birtir nýjustu stöðu vinnuskila |
Staða vaktavinnuskila |
Birtir nýjustu stöðu vaktavinnuskila |
Vinnuskylda |
Birtir útreiknaða vinnuskyldu starfsmanns per viku.Vinnuskyldan er reiknuð út frá starfshlutfalli starfsmanns og skilgreiningu á kjarasamningi fyrir vinnustundir á viku. Ef skráð er á starfsmanninn "Samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall" þá tekur það yfir stýringuna á kjarasamningnum. |
Áætluð viðvera |
Ef starfsmaður er vaktavinnumaður: Hversu margir tímar af almennum vöktum hafa verið settir á starfsmanninn á tímabilinu. Ef starfsmaður er dagvinnumaður: Hversu marga tíma á starfsmaðurinn að vinna á tímabilinu skv. vinnufyrirkomulagi. |
Unnir tímar á tímabilinu |
Hversu mörgum tímum hefur starfsmaður skilað í vinnu. Stimplanir og tímafærslur. |