Vinnutíma
Hvíldartíma
Álög ef vinnuskyldu er skilað utan dagvinnumarka
Yfirvinnu
Kaffi og matartíma
Leyfisrétt
Veikindarétt
Álag vegna vaktabreytinga
Kjarasamningar eru skilgreindir miðlægt og eru ásamt reiknireglum forsenda fyrir tímaútreikningi.
Til að skoða upplýsingar um kjarasamning er farið í Samningar -> Samningar og kjarasamningur valinn úr lista.
Hver samningur hefur ákveðnar stýringar sem sjást í fyrsta flipa vinstra megin.
Reiknireglur, leyfisréttindi, veikindaréttur og reglur um vaktabreytingar eru tengd við samninga.
Vinnustundir á viku (hve mörgum tímum á að skila á viku miðað við 100% starf)
Vinnustundir á mánuði (miðað við 100% starf). Notað við útreikning á veikindarétti vaktavinnumanna og þegar tímum er breytt yfir í hlutfallslaunategund í bunkavinnslu
Vinnudagar í mánuði (stilling v/veikindaréttar vaktavinnumanna)
Útkallsfrávik miða við lok vinnutíma eða útstimplun, notað við útreikning á útkalli
Tímafjöldi bætingar miðað við 100% starf
Launategund v/bætingar
Veikindaúttekt vaktavinna (stilling v/útreiknings veikindaréttar vaktavinnumanna)
Veikindaúttekt dagvinna (stilling v/útreiknings veikindaréttar dagvinnumanna í hlutastarfi)
Kaffitími aukatími. Stillanlegt hvort reikna eigi kaffitíma sem einingu eða í prósentum útfrá stimplun
Kaffitími tegund vinnu. Á hvaða tegund vinnu á að reikna kaffitímann í svæðinu Kaffitími aukatími. Hægt að velja um Almenn dagvinna eða Almenn vakt
Lágmarkslengd vaktar til að fá kaffitíma (almenn vakt, staðarvakt og dagvinna lækna)
Kaffitími, launategund yfirvinna
Kaffitími, launategund stórhátíð
Til að tengja eða skoða réttindi eða reiknireglur er farið í viðkomandi flipa á samningi.