Tímavídd í H3 launakerfi

Þegar viðskiptavinur hefur tekið í notkun tímavídd í H3 launakerfinu, þá þarf að breyta stillingum í Vinnustund þannig að hún taki við skráningum úr tímavídd.

 

Saga og hlutfall sem hefur verið handskráð fyrir frumstillingu tímavíddar mun gilda áfram en frá og með frumstillingardegi tímavíddar þá gildir skráning í tímavídd.

 

Það eru upplýsingar í þessum tveimur flipum sem um ræðir

 

 

 

 

Þegar Vinnustund er farin að taka við tímavíddarskráningum þannig að starfshlutfall og saga að berast úr H3, þá er ekki lengur hægt að handskrá í Hlutfalls og Sögu flipa í Vinnustund.

 

Þar með þarf ekki lengur að handskrá hlutfall og sögu í Vinnustund eins og lýst er neðst á þessum tveimur hjálparsíðum:

 

https://hjalp.vinnustund.is/vsHjalp.htm#t=Vinnustund%2FStarfsmenn%2FStarfsmenn%2Fhlutfall.htm

https://hjalp.vinnustund.is/vsHjalp.htm#t=Vinnustund%2FStarfsmenn%2FStarfsmenn%2Fsaga.htm

 

Þó er í smíðum handskráningarleið til að lagfæra söguskráningu ef hana vantaði þegar tímavídd tók við. Þar verður hægt að skrá hlutfall og sögu fram að frumstillingardagsetningu.

 

Þegar búið er að virkja tímavídd í H3, þarf að hafa samband við Vinnustundarhóp (vinnustund@advania.is) og óska eftir að Vinnustund verði stillt þannig að hún taki við tímavíddarupplýsingum.